Home / Biblíuefni / Umhverfisvernd

Umhverfisvernd

Í upphafi fól Guð mannkyninu að annast hinn fagra og fullkomna heim. Biblían segir: 1M 2:15 „Þá tók Drottinn Guð manninn og setti hann í aldingarðinn Eden til að yrkja hann og gæta hans.“

Guð ætlast til að við förum vel með auðlindir. Biblían segir í 1Kor 4:2 „Nú er þess krafist af ráðsmönnum, að sérhver reynist trúr.“

Guð varar við því að þeir sem jörðinni eyða muni sjálfum verða eytt. Biblían segir: Opb 11:18 „Heiðingjarnir reiddust, en reiði þín kom, sá tími, er dauðir skulu dæmdir verða, og tíminn til að gefa laun þjónum þínum, spámönnunum og hinum heilögu og þeim, sem óttast nafn þitt, smáum og stórum, og til að eyða þeim, sem jörðina eyða.“