Home / Biblíuefni / Ótti Drottins

Ótti Drottins

Eitt af því sem Guð væntir af okkur er að við óttumst hann (þ.e. virðum og berum lotningu fyrir honum.) Biblían segir: 5M 10:12-13 „Og nú, Ísrael, hvers krefst Drottinn Guð þinn af þér nema þess, að þú óttist Drottin Guð þinn og gangir því ávallt á hans vegum, og að þú elskir hann og að þú þjónir Drottni Guði þínum af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni með því að halda skipanir hans og lög, er ég legg fyrir þig í dag, og þér er fyrir bestu?“

Guð kennir og leiðbeinir þeim sem óttast hann. Biblían segir: Sl 25:12 „Ef einhver óttast Drottin, mun hann kenna honum veg þann er hann á að velja.“

Upphaf þekkingar er að óttast Drottin. Biblían segir: Ok 9:10. „Ótti Drottins er upphaf viskunnar og að þekkja Hinn heilaga eru hyggindi.“

Ótti Drottins er meira virði en veraldleg auðæfi. Biblían segir: Ok 15:16 „Betra er lítið í ótta Drottins en mikill fjársjóður með áhyggjum.“

Ótti Drottins veitir fjölskyldum okkar öryggi. Biblían segir: Ok 14:26-27 „Í ótta Drottins er öruggt traust, og synir slíks manns munu athvarf eiga. Ótti Drottins er lífslind til þess að forðast snörur dauðans.“