Home / Biblíuefni / Ótti/Hræðsla

Ótti/Hræðsla

Hvernig tökum við á ótta okkar? Með því að trúa loforðum Guðs. Biblían segir: Jes 41:10 „Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns.“

Gleymum ekki Guði þegar við erum hrædd. Biblían segir: Js 1:9 „Hefi ég ekki boðið þér: Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur.“

Við höfum ekkert að óttast. Biblían segir: 1Jh 4:18 „Ótti er ekki í elskunni. Fullkomin elska rekur út óttann. Því að óttinn felur í sér hegningu, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni.“

Við þurfum ekki að óttast náttúruhamfarir. Biblían segir: Sl 46:2-4 „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. Látum vötnin gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hafsins.“

Við þurfum ekki að vera hrædd við annað fólk. Biblían segir: Heb 13:6 „Því getum vér öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér?“

Óttist ekki þjóðir eða ríkisstjórnir. Biblían segir: 5M 7:21 „Þú skalt ekki hræðast þá, því að Drottinn, Guð þinn, er með þér, hinn mikli og ógurlegi Guð.“

Óttist ekki slæmar fréttir. Biblían segir: Sl 112:7-8 „Hann óttast eigi ill tíðindi, hjarta hans er stöðugt og treystir Drottni. Hjarta hans er öruggt, hann óttast eigi, og loks fær hann að horfa á fjendur sína auðmýkta.“