Hvernig ætlast Guð til að við komum fram við óvini okkar? Biblían segir: Lk 6:27-36 En ég segi yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður, blessið þá, sem bölva yður, og biðjið fyrir þeim, er misþyrma yður. Slái þig einhver á kinnina, skaltu og bjóða hina, og taki einhver yfirhöfn þína, skaltu ekki varna honum að taka kyrtilinn líka. Gef þú hverjum sem biður þig, og þann, sem tekur þitt frá þér, skaltu eigi krefja. Og svo sem þér viljið, að aðrir menn gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gjöra. Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska. Og þótt þér gjörið þeim gott, sem yður gjöra gott, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar gjöra og hið sama. Og þótt þér lánið þeim, sem þér vonið að muni borga, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar lána einnig syndurum til þess að fá allt aftur. Nei, elskið óvini yðar, og gjörið gott og lánið án þess að vænta nokkurs í staðinn, og laun yðar munu verða mikil, og þér verða börn hins hæsta, því að hann er góður við vanþakkláta og vonda. Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur.
Komum fram við óvildarmenn með virðingu. Biblían segir: Mt 5:25 Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn, meðan þú ert enn á vegi með honum, til þess að hann selji þig ekki dómaranum í hendur og dómarinn þjóninum og þér verði varpað í fangelsi.
Gleðjist ekki þótt óvini gangi illa. Biblían segir: Ok 24:17-18 Gleð þig eigi yfir falli óvinar þíns, og hjarta þitt fagni eigi yfir því að hann steypist, svo að Drottinn sjái það ekki og honum mislíki, og hann snúi reiði sinni frá honum til þín.
Hvað þýðir að safna glóðum elds? Rm 12:20 En ef óvin þinn hungrar, þá gef honum að eta, ef hann þyrstir, þá gef honum að drekka. Með því að gjöra þetta, safnar þú glóðum elds á höfuð honum. Með öðrum orðum hann mun skammast sín fyrir það sem hann gjörði þér.
Guð lofar okkur vernd gegn óvinum. Biblían segir: Sl 18:48-49 Sá Guð sem veitti mér hefndir og braut þjóðir undir mig, sem hreif mig úr höndum óvina minna. Og yfir mótstöðumenn mína hófst þú mig, frá ójafnaðarmönnum frelsaðir þú mig.