Home / Biblíuefni / Þrætur/Deilur

Þrætur/Deilur

Hrokafullar skoðanir leiða til deilna. Biblían segir: Ok 13:10 „Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.“

Tilgangslausar umræður um léttvæg málefni leiða til deilna. „Biblían segir: Tt 3:9 „En forðast þú heimskulegar þrætur og ættartölur, deilur og lögmálsstælur. Þær eru gagnslausar og til einskis.

Rangar langanir leiða til deilna. Biblían segir: Jk 4:1 „Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar?“