Home / Biblíuefni / Bæn

Bæn

Bæn er að tala við Guð. Biblían segir: Sl 4:4 „Þér skuluð samt komast að raun um, að Drottinn sýnir mér dásamlega náð, að Drottinn heyrir, er ég hrópa til hans.“

Í bæninni eru fólgin stórkostleg forréttindi. Biblían segir: Heb 4:16 „Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma.“

Hægt er að nálgast Guð. Biblían segir: Sl 65:3 „Þú sem heyrir bænir, til þín kemur allt hold.“

Hversu viljugur er Guð að svara bænum? Biblían segir: Mt 7:11 „Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir, sem biðja hann?“

Hvenær er okkur lofað blessunum? Biblían segir: Mt 7:7-8 „Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.“

Við eigum meðal annars að biðja um visku. Biblían segir: Jk 1:5-8 „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. En hann biðji í trú, án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu, er rís og hrekst fyrir vindi. Sá maður, tvílyndur og reikull á öllum vegum sínum, má eigi ætla, að hann fái nokkuð hjá Drottni.“

Undir hvaða kringumstæðum segir sálmaskáldið að Guð svari ekki bænum? Biblían segir: Sl 66:18-19 „Ef ég hygg á illt í hjarta mínu, þá heyrir Drottinn ekki. En Guð hefir heyrt, gefið gaum að bænarópi mínu.“

Neitar Guð nokkurn tíma að hlusta á bænir? Biblían segir: Ok 28:9 „Sá sem snýr eyra sínu frá til þess að heyra ekki lögmálið, jafnvel bæn hans er andstyggð.“

Í nafni hvers eigum við að biðja? Biblían segir: Jh 14:13-14 „Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni, það mun ég gjöra, svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni, mun ég gjöra það.“

Gleymum ekki að þakka Guði fyrir bænasvör. Biblían segir: Fl 4:6 „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.“

Hve oft ættum við að biðja? Biblían segir: Ef 6:18 „Gjörið það með bæn og beiðni og biðjið á hverri tíð í anda. Verið því árvakrir og staðfastir í bæn fyrir öllum heilögum. 1Þ 5:17 Biðjið án afláts.“

Stundum svarar Guð bænum áður en við biðjum. Biblían segir: Jes 65:24 „Áður en þeir kalla, mun ég svara, og áður en þeir hafa orðinu sleppt, mun ég bænheyra.“

Stundum svarar Guð bænum okkar neitandi. Biblían segir: 2Kor 12:8-9 „Þrisvar hef ég beðið Drottin þess að láta hann fara frá mér. Og hann hefur svarað mér: Náð mín nægir þér; því að mátturinn fullkomnast í veikleika. Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér.“

Stundum svarar Guð bænum okkar með því að segja, bíðið svolítið. Biblían segir: Sl 37:7 „Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann.“

Það eru engin takmörk fyrir getu Guðs til að hjálpa. Biblían segir: Ef 3:20 „En honum, sem í oss verkar með krafti sínum og megnar að gjöra langt fram yfir allt það, sem vér biðjum eða skynjum,“

Hversu fullkomlega hefur Guð lofað að sjá fyrir þörfum okkar? Biblían segir: Fl 4:19 „En Guð minn mun af auðlegð dýrðar sinnar í Kristi Jesú uppfylla sérhverja þörf yðar.“

Hvernig veit ég hvers ég á að biðja? Biblían segir: Rm 8:26-27 „Þannig hjálpar og andinn oss í veikleika vorum. Vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orðum að komið. En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs.“

Við hvaða aðstæður segir Kristur að við fáum bænasvör? Biblían segir: Mk 11:24 „Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast.“

Hvaða bænir getum við verið viss um að Guð heyri? „Biblían segir: 1Jh 5:14-15 „Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. Og ef vér vitum, að hann heyrir oss, um hvað sem vér biðjum, þá vitum vér, að oss eru veittar þær bænir, sem vér höfum beðið hann um.“

Gefur Biblían okkur bæn til að biðja frammi fyrir Guði? Gefur Biblían segir: Mt 6:9-11 „En þannig skuluð þér biðja: Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð.“

Bænir eru ekki töfrar. Biblían segir: Mt 6:7-8 „Þegar þér biðjist fyrir, skuluð þér ekki fara með fánýta mælgi að hætti heiðingja. Þeir hyggja, að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína. Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit, hvers þér þurfið, áður en þér biðjið hann.“