Home / Biblíuefni / Dómur

Dómur

Allir verða dæmdir frammi fyrir Guði. Biblían segir: Opb 20:12 „Og ég sá þá dauðu, stóra og smáa, standa frammi fyrir hásætinu, og bókum var lokið upp. Og annarri bók var lokið upp og það er lífsins bók. Og hinir dauðu voru dæmdir, eftir því sem ritað var í bókunum, samkvæmt verkum þeirra.“

Fólk verður dæmt eftir verkum sínum. Biblían segir: Mt 16:27 „Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum, og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans.“

Lögmál Guðs er mælikvarði dómsins. Biblían segir: Jk 2:10-12 „Þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess. Því sá sem sagði: Þú skalt ekki hórdóm drýgja , hann sagði líka: Þú skalt ekki morð fremja. En þó að þú drýgir ekki hór, en fremur morð, þá ertu búinn að brjóta lögmálið. Talið því og breytið eins og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.“

Dómur Guðs verður réttlátur. Biblían segir: P 17:31 „því að hann hefur sett dag, er hann mun láta mann, sem hann hefur fyrirhugað, dæma heimsbyggðina með réttvísi. Þetta hefur hann sannað öllum mönnum með því að reisa hann frá dauðum.“

Enginn mun komast hjá dómnum. Biblían segir: 2Kor 5:10 „Því að öllum oss ber að birtast fyrir dómstóli Krists, til þess að sérhver fái það endurgoldið, sem hann hefur aðhafst í líkamanum, hvort sem það er gott eða illt.“

Á dómsdegi verður ekki hægt að halda neinu leyndu. Biblían segir: Pd 12:14 „Því að Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt.“

Hvernig var sýnin sem Daníel vitraðist um dóminn? Dn 7:9-10 „Ég horfði og horfði, þar til er stólar voru settir fram og hinn aldraði settist niður. Klæði hans voru hvít sem snjór og höfuðhár hans sem hrein ull. Hásæti hans var eldslogar og hjólin undir því eldur brennandi. Eldstraumur gekk út frá honum, þúsundir þúsunda þjónuðu honum og tíþúsundir tíþúsunda stóðu frammi fyrir honum. Dómendurnir settust niður og bókunum var flett upp. “

Í dómssalnum verður Jesús verjandi okkar. Biblían segir 1Jh 2:1 „Börnin mín! Þetta skrifa ég yður til þess að þér skuluð ekki syndga. En ef einhver syndgar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurnum, Jesú Krist, hinn réttláta.“

Hvaða sönnunargögn verða notuð í okkar þágu? Biblían segir: Opb 3:5 „Sá er sigrar, hann skal þá skrýðast hvítum klæðum, og eigi mun ég afmá nafn hans úr bók lífsins. Ég mun kannast við nafn hans fyrir föður mínum og fyrir englum hans.“