Home / Biblíuefni / Eigingirni

Eigingirni

Eigingirni er að lokum sjálfs-eyðandi. Biblían segir: Mk 8:36-37 „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni? Eða hvað gæti maður látið til endurgjalds fyrir sálu sína?“

Eigingirni er rótin að flestum deilum manna á milli. Biblían segir: Jk 4:3 „Þér biðjið og öðlist ekki af því að þér biðjið illa, þér viljið sóa því í munaði!“

Það er til ráð gegn eigingirni. Biblían segir: Gl 2:20 „Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.“