Home / Biblíuefni / Einmanaleiki

Einmanaleiki

Drottinn er vinur sem aldrei bregst. Biblían segir: 5M 31:8 „Og Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér, hann mun vera með þér, hann mun eigi sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttast þú eigi og lát eigi hugfallast.“

Þegar við erum eimana og syrgjum látinn ástvin er Guð með okkur. Biblían segir: Sl 23:4 „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“

Þótt foreldrar hafni okkur mun Guð aldrei gera það. Biblían segir: Sl 27:10 „Enda þótt faðir minn og móðir hafi yfirgefið mig, tekur Drottinn mig að sér.“

Guð mun aldrei skilja okkur eftir munaðarlaus. Biblían segir: Jóh 14:18 „Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar.“

Við erum aldrei alein. Biblían segir: Heb 13:5 „Guð hefur sjálfur sagt: Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig.“