Home / Biblíuefni / Fögnuður

Fögnuður

Fögnuður fæst með nærveru Guðs. Biblían segir: Sl 16:8-9 „Ég hefi Drottin ætíð fyrir augum, þegar hann er mér til hægri handar, skriðnar mér ekki fótur. Fyrir því fagnar hjarta mitt, sál mín gleðst, og líkami minn hvílist í friði,“

Fögnuður fæst með því að halda boðorðin. Biblían segir: Jh 15:10-11 „Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans. Þetta hef ég talað til yðar, til þess að fögnuður minn sé í yður og fögnuður yðar sé fullkominn.“

Gleði er gjöf Heilags anda. Biblían segir: Gl 5:22-23 „En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi. Gegn slíku er lögmálið ekki.“

Við getum verið fagnandi í öllum kringumstæðum. Biblían segir Fl 4:4 „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir.“