Home / Biblíuefni / Fyrirgefning

Fyrirgefning

Guð er tilbúinn og þráir að fyrirgefa öllum þeim sem biðja þess. Biblían segir: Sl 86:5 „Þú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum þeim er ákalla þig.“

Á hverju byggði Davíð von sína um fyrirgefningu? Biblían segir: Sl 51:1-3 „Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi.“

Hvernig fáum við mælt náð Guðs? Biblían segir: Sl 103:11-12 „Svo hár sem himinninn er yfir jörðunni, svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann. Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefir hann fjarlægt afbrot vor frá oss.“

Hvaða loforð er þeim gefið sem játa syndir sínar? Biblían segir: 1Jh 1:9 „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“

Get ég hlotið fyrirgefningu meðan ég ber kala til einhvers? Biblían segir: Mt 6:14-15 „Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. En ef þér fyrirgefið ekki öðrum, mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.“

Þeir sem hlotið hafa fyrirgefningu eru fúsir til að fyrirgefa. Biblían segir: Ef 4:32 „Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.“

Raunveruleg fyrirgefning telur ekki misgjörðir annara. Biblían segir: Mt 18:21-22 „Þá gekk Pétur til hans og spurði: Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum? Jesús svaraði: Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.“

Þegar okkur hefur verið fyrirgefið eigum við ekki að halda í sektarkenndina. Biblían segir: Sl 32:5 „Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni, og þú fyrirgafst syndasekt mína.“

Vegna fyrirgefningarinnar veitir Jesús okkur fullkomna lausn frá hegningu syndarinnar. Biblían segir: Kól 2:13-14 „Þér voruð dauðir sökum afbrota yðar og umskurnarleysis. En Guð lífgaði yður ásamt honum, þegar hann fyrirgaf oss öll afbrotin. Hann afmáði skuldabréfið, sem þjakaði oss með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn.“

Ef þú þarfnast fyrirgefningar, hvað ættir þú að gera? Fyrst er að játa syndina. Biblían segir: Sl 51:4-5 „Þvo mig hreinan af misgjörð minni, hreinsa mig af synd minni, Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi, því að ég þekki sjálfur afbrot mín, og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum.“

Biðjið næst um fyrirgefningu syndanna. Biblían segir: Sl 51:9-15 „Hreinsa mig með ísóp, svo að ég verði hreinn, þvo mig, svo að ég verði hvítari en mjöll. Lát mig heyra fögnuð og gleði, lát kætast beinin sem þú hefir sundurmarið. Byrg auglit þitt fyrir syndum mínum og afmá allar misgjörðir mínar. Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Varpa mér ekki burt frá augliti þínu og tak ekki þinn heilaga anda frá mér. Veit mér aftur fögnuð þíns hjálpræðis og styð mig með fúsleiks anda, að ég megi kenna afbrotamönnum vegu þína og syndarar megi hverfa aftur til þín.“

Í þriðja lagi, trúið að Guð hafi fyrirgefið og hættið að hafa sektarkennd. Biblían segir: Sl 32:1-6 „Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda. Meðan ég þagði, tærðust bein mín, allan daginn kveinaði ég, því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsvökvi minn þvarr sem í sumarbreiskju. Þá játaði ég synd mína fyrir þér og fól eigi misgjörð mína. Ég mælti: Ég vil játa afbrot mín fyrir Drottni, og þú fyrirgafst syndasekt mína. Þess vegna biðji þig sérhver trúaður, meðan þig er að finna. Þótt vatnsflóðið komi, nær það honum eigi.“