Home / Biblíuefni / Heiður/Virðing

Heiður/Virðing

Það er Guð sem veitir sannan heiður og framgang. Biblían segir: Sl 75:7-8 „Því að hvorki frá austri né vestri né frá eyðimörkinni kemur neinn, sem veitt geti uppreisn heldur er Guð sá sem dæmir, hann niðurlægir annan og upphefur hinn.“

Það er gott að sýna hvert öðru virðingu. Biblían segir: Rm 12:10 „Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð, og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing.“

Að heiðra foreldra er eitt boðorðanna. Biblían segir: 2M 20:12 „Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.“