Home / Biblíuefni / Heilagleiki

Heilagleiki

Heilagleiki Guðs er mælikvarði heilagleika okkar: Biblían segir: 1Pt 1:15 „Verðið heldur sjálfir heilagir í allri hegðun, eins og sá er heilagur, sem yður hefur kallað.“

Heilagleiki Guðs umber ekki synd. Biblían segir: Jes 59:2 „Það eru misgjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki.“

Heilagleiki er náðargjöf Guðs. Biblían segir: 2M 19:5-6 „Nú ef þér hlýðið minni röddu grandgæfilega og haldið minn sáttmála, þá skuluð þér vera mín eiginleg eign umfram allar þjóðir, því að öll jörðin er mín. Og þér skuluð vera mér prestaríki og heilagur lýður.“

Heilagleiki er svar við orði Guðs. Biblían segir: Jh 17:17 „Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur.“