Home / Biblíuefni / Heilsa

Heilsa

Hvers vegna eigum við að hugsa um heilsuna? Biblían segir: 1Kor 6:19-20 „Vitið þér ekki, að líkami yðar er musteri heilags anda, sem í yður er og þér hafið frá Guði? Og ekki eruð þér yðar eigin. Þér eruð verði keyptir. Vegsamið því Guð með líkama yðar.“

Hvert vill Guð að hlutskipti okkar sé? Biblían segir: 3Jh 1:2 „Ég bið þess, minn elskaði, að þér vegni vel í öllum hlutum og að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel.“

Hvaða skilyrði fylgdi loforðinu, sem Guð gaf fólki sínu um að það fengi ekki sjúkdóma. Biblían segir: 2M 15:26 „Og hann sagði: Ef þú hlýðir gaumgæfilega raust Drottins Guðs þíns og gjörir það, sem rétt er fyrir honum, gefur gaum boðorðum hans og heldur allar skipanir hans, þá vil ég engan þann sjúkdóm á þig leggja, sem ég lagði á Egypta, því ég er Drottinn, græðari þinn.“

Hverju lofaði Guð fólki sínu forðum? Biblían segir: 2M 23:25 „Þér skuluð dýrka Drottin, Guð yðar, og hann mun blessa brauð þitt og vatn, og ég skal bægja sóttum burt frá þér.“

Hver getur læknað? Biblían segir: Sl 103:2-3 „Lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein,“

Til að halda heilsu verðum við að hafa jafnvægi á milli hvíldar og starfa. Biblían segir: 2M 20:8-10 „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna,“

Hefur viðhorf mitt áhrif á heilsuna? Biblíab segir: Ok 17:22 „Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.“

Utanaðkomandi streita þarf ekki að valda innri streitu (hafa áhrif á innri frið.) Biblían segir: Fl 4:6-7 „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“

Hvað er hægt að gera til að forðast kynsjúkdóma? Biblían segir: 1Kor 6:18 „Flýið saurlifnaðinn! Sérhver önnur synd, sem maðurinn drýgir, er fyrir utan líkama hans. En saurlífismaðurinn syndgar á móti eigin líkama.“ 2M 20:14 „Þú skalt ekki drýgja hór“

Hvaða fæðu var upphaflega mælt með fyrir manninn? Ávextir, kornmeti, baunir og grænmeti. Biblían segir: 1M 1:29 „Og Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“

Hvað sagði Guð um fæðuna eftir flóðið þegar lítill sem enginn gróður var til? Biblían segir: 1M 9:2-4 „Ótti við yður og skelfing skal vera yfir öllum dýrum jarðarinnar, yfir öllum fuglum loftsins, yfir öllu, sem hrærist á jörðinni, og yfir öllum fiskum sjávarins. Á yðar vald er þetta gefið. Allt sem hrærist og lifir, skal vera yður til fæðu, ég gef yður það allt, eins og grænu jurtirnar. Aðeins hold, sem sálin, það er blóðið, er í, skuluð þér ekki eta.“

Fólk átti að hugsa um fæðuna og gera greinarmun á því sem var hollt og óhollt. Biblían segir: 3M 11:47 „...svo að menn viti grein óhreinna og hreinna dýra, svo og ætra dýra og óætra. grein óhreinna og hreinna dýra, svo og ætra dýra og óætra.“ Lesið einnig 3M 11

Aðgreining hreinnar og óhreinnar fæðu var ekki einungis boð fyrir Gyðinga. Það var í gildi áður en Abraham var uppi en hann var fyrsti Gyðingurinn. Biblían segir: 1M 7:1-2 „Drottinn sagði við Nóa: Gakk þú og allt fólk þitt í örkina, því að þig hefi ég séð réttlátan fyrir augliti mínu í þessari kynslóð. Tak þú til þín af öllum hreinum dýrum sjö og sjö, karldýr og kvendýr, en af þeim dýrum, sem ekki eru hrein, tvö og tvö, karldýr og kvendýr.“

Þessi aðgreining milli hreinna og óhreinna dýra mun vera í gildi til endalokanna. Biblían segir: Jes 66:15-17 „Því sjá, Drottinn kemur í eldi, og vagnar hans eru sem vindbylur, til þess að gjalda reiði sína í heift og hótun sína í eldslogum. Því að Drottinn mun dóm heyja með eldi, og með sverði sínu yfir öllu holdi, og þeir munu margir verða, er Drottinn fellir. Þeir sem helga sig og hreinsa sig til þess að fara inn í fórnarlundana, bak við einhvern, sem fyrir miðju er, sem eta svínakjöt, viðurstyggileg skriðdýr og mýs þeir skulu allir undir lok líða segir Drottinn.“

Hvaða fordæmi setti Daníel varðandi mikilvægi réttrar fæðu. Biblían segir: Dn 1:8 „En Daníel einsetti sér að saurga sig ekki á matnum frá konungsborði né á víni því, er konungur drakk, og beiddist þess af hirðstjóra, að hann þyrfti ekki að saurga sig. Hvað borðaði hann? Dn 1:12 Gjör tilraun við oss þjóna þína í tíu daga og lát gefa oss kálmeti að eta og vatn að drekka. “

Hvers vegna ættum við að iðka sjálfsaga í sambandi við matarvenjur okkar? (fæðuval) Biblían segir: 1Kor 10:31 „Hvort sem þér því etið eða drekkið eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrðar.“

Hvað segja ritningarnar um áfengi? Biblían segir: Ok 20:1 „Vínið er spottari, sterkur drykkur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur.“

Hefur áfengisdrykkja raunverulega neikvæð áhrif á mig? Biblían segir: Ok 23:29-35 „Hver æjar? hver veinar? hver á í deilum? hver kvartar? hver fær sár að þarflausu? hver rauð augu? Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum. Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. Augu þín munu sjá kynlega hluti, og hjarta þitt mun mæla fláræði. Og þú munt vera eins og sá, sem liggur úti í miðju hafi, já, eins og sá, er liggur efst uppi á siglutré. Þeir hafa slegið mig, ég kenndi ekkert til, þeir hafa barið mig, ég varð þess ekki var.“

Hverjar eru afleiðingar óhófs í mat og drykk? Biblían segir: Ok 23:20-21 „Ver þú ekki með drykkjurútum, með þeim, sem hvoma í sig kjöt, því að drykkjurútar og mathákar verða snauðir, og svefnmók klæðir í tötra.“