Home / Biblíuefni / Hjarta

Hjarta

Guð hefur mestan áhuga á því sem býr í hjörtum okkar: 1S 16:7 „En Drottinn sagði við Samúel: Lít þú ekki á skapnað hans og háan vöxt því að ég hefi hafnað honum. Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað.“

Hjarta okkar þarfnast hreinsunar: Sl 51:12 „Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda.“

Við getum fundið frið í fullvissunni um að Guð er við stjórnvölinn. Biblían segir: 1Jh 3:19-20 „Af þessu munum vér þekkja, að vér erum sannleikans megin og munum geta friðað hjörtu vor frammi fyrir honum, hvað sem hjarta vort kann að dæma oss fyrir. Því að Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti.“

Skuldbinding okkar við Guð ætti að vera heilshugar. Biblían segir: Rm 6:17 „En þökk sé Guði! Þér voruð þjónar syndarinnar, en urðuð af hjarta hlýðnir þeirri kenningu, sem þér voruð á vald gefnir.“