Home / Biblíuefni / Hvíld

Hvíld

Þegar vinnan, fjölskyldan og fjármálaábyrgð er þrúgandi og allt virðist okkur ofviða þá er svar að finna. Biblían segir: Mt 11:28-30 „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“

Guð gefur okkur fordæmi um hvíld. Biblían segir: 1M 2:3 „Og Guð blessaði hinn sjöunda dag og helgaði hann, því að á honum hvíldist Guð af verki sínu, sem hann hafði skapað og gjört.“

Hvíld gerir sanna tilbeiðslu mögulega. Biblían segir: 2M 20:8-11 „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.“

Hvíld er gjöf frá Guði og hluti af fyrirætlun hans. Biblían segir: Heb 4:9-11 „Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs. Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk. Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar, til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.

Það er hvíld í frelsunaráforminu. Biblían segir: Jes 30:15 „Svo hefir hinn alvaldi Drottinn, Hinn heilagi í Ísrael, sagt: Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þér frelsaðir verða, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera.“