Home / Biblíuefni / Kennsla

Kennsla

Notið reynslu og atburði úr daglega lífinu til að kenna börnunum um vegi Guðs. Biblían segir: 5M 6:7 „Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum og tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú fer á fætur.“

Haldið áfram að kenna sannleikann því hann er ætíð aðeins einni kynslóð frá útrýmingu. Biblían segir: Dm 2:10 „En er öll sú kynslóð hafði líka safnast til feðra sinna, reis upp önnur kynslóð eftir hana, er eigi þekkti Drottin né þau verk, er hann hafði gjört fyrir Ísrael.“

Kennsla ber árangur þegar hún er sýnd með fordæmi í verkum. Biblían segir: Mt 7:24 „Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi.“