Home / Biblíuefni / Kristni

Kristni

Hvernig verðum við kristin? Með því að eiga persónulegt samband við Guð. Biblían segir: Jóh 17:3 „En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“

Að verða kristinn er breyting sem á sér stað með því að heyra fagnaðarerindið. Biblían segir: P 2:37-38 „Er þeir heyrðu þetta, var sem stungið væri í hjörtu þeirra, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: Hvað eigum vér að gjöra, bræður? Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.“

Að verða kristinn er bæði persónuleg og opinber reynsla. Biblían segir: Rm 10:8-10 „Hvað segir það svo? Nálægt þér er orðið, í munni þínum og í hjarta þínu. Það er: Orð trúarinnar, sem vér prédikum. Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis.“

Það er mikilvægt að skilja að trúin á Krist er meira en skoðun. Við þörfnumst Heilags anda til að lifa hinu kristna lífi. Biblían segir: Rm 8:9 :En þér eruð ekki holdsins menn, heldur andans menn, þar sem andi Guðs býr í yður. En hafi einhver ekki anda Krists, þá er sá ekki hans.“

Kristindómur hvetur til einlægar heiðarlegrar rannsóknar. Biblían segir: Lk 1:3-4 „Nú hef ég athugað kostgæfilega allt þetta frá upphafi og réð því einnig af að rita samfellda sögu fyrir þig, göfugi Þeófílus, svo að þú megir ganga úr skugga um sannindi þeirra frásagna, sem þú hefur fræðst um.“