Home / Biblíuefni / Lán

Lán

Hvaða ráðleggingar eru okkur gefnar varðandi það að fá peninga að láni? Biblían segir: Ok 22:7 „Ríkur maður drottnar yfir fátækum, og lánþeginn verður þræll lánsalans.“

Verið varkár með að ábyrgjast lán annara. Biblían segir: Ok 22:26-27 „Ver þú ekki meðal þeirra, er ganga til handsala, meðal þeirra, er ganga í ábyrgð fyrir skuldum, því þegar þú ekkert hefir að borga með, viltu þá láta taka sængina undan þér?“

Hvað segir Ritningin um endurgreiðslu lána? Biblían segir: Rm 13:7-8 „Gjaldið öllum það sem skylt er: þeim skatt, sem skattur ber, þeim toll, sem tollur ber, þeim ótta, sem ótti ber, þeim virðing, sem virðing ber. Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan, því að sá, sem elskar náunga sinn, hefur uppfyllt lögmálið.“