Home / Biblíuefni / Meðalgöngumaður

Meðalgöngumaður

Jesús brúar hyldýpi syndarinnar sem skilur okkur frá Guði. Biblían segir: 1Tm 2:5-6 „Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús, sem gaf sig sjálfan til lausnargjalds fyrir alla. Það var vitnisburður hans á settum tíma.“

Jesús er málsvari okkar frammi fyrir Guði. Biblían segir: Heb 7:25 „Þess vegna getur hann og til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávallt lifir til að biðja fyrir þeim.“