Home / Biblíuefni / Mildi/Blíða

Mildi/Blíða

Kristnir leiðtogar ættu að vera mildir. Biblían segir: 1Þ 2:6-7 „Ekki leituðum vér vegsemdar af mönnum, hvorki yður né öðrum, þótt vér hefðum getað beitt myndugleika sem postular Krists. Nei, vér vorum mildir yðar á meðal, eins og móðir, sem hlúir að börnum sínum.“

Kennið með mildi og ljúfmennsku. Biblían segir: 2Tm 2:24 „Þjónn Drottins á ekki að eiga í ófriði, heldur á hann að vera ljúfur við alla, góður fræðari, þolinn í þrautum,“

Nærgætni er merki um visku. Biblían segir: Jak 3:17. En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.