Home / Biblíuefni / Satan

Satan

Hvar er uppruni syndarinnar? Hjá djöflinum. Biblían segir: 1Jh 3:8 „Hver sem synd drýgir heyrir djöflinum til, því að djöfullinn syndgar frá upphafi. Til þess birtist Guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins.“

Hversu lengi hefur djöfullinn verið morðingi og lygari? Biblían segir Jh 8:44 „Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.“

Hvaðan kom Satan? Biblían segir: Opb 12:7-9 „Þá hófst stríð á himni: Míkael og englar hans fóru að berjast við drekann. Drekinn barðist og englar hans, en þeir fengu eigi staðist og eigi héldust þeir heldur lengur við á himni. Og drekanum mikla var varpað niður, hinum gamla höggormi, sem heitir djöfull og Satan, honum sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina, honum var varpað niður á jörðina, og englum hans var varpað niður með honum.“

Var Satan skapaður syndugur? Nei, hann var skapaður fullkominn og með frelsi til að velja Biblían segir: Esk 28:15 „Þú varst óaðfinnanlegur í breytni þinni frá þeim degi, er þú varst skapaður, þar til er yfirsjón fannst hjá þér.“

Hvað kom Satan til að syndga? Biblían segir: Esk 28:17 „Hjarta þitt varð hrokafullt af fegurð þinni, þú gjörðir speki þína að engu vegna viðhafnarljóma þíns. Ég varpaði þér til jarðar, ofurseldi þig konungum, svo að þeir mættu horfa nægju sína á þig.“

Satan, sem var Lúsifer áður en hann syndgaði, vildi verða jafn Guði. Biblían segir: Jes 14:12 „Hversu ertu hröpuð af himni, þú árborna morgunstjarna! Hversu ert þú að velli lagður, undirokari þjóðanna! Þú, sem sagðir í hjarta þínu: Ég vil upp stíga til himins! Ofar stjörnum Guðs vil ég reisa veldistól minn! Á þingfjalli guðanna vil ég setjast að, yst í norðri. Ég vil upp stíga ofar skýjaborgum, gjörast líkur Hinum hæsta!“

Hvert var eðli Jesú í samanburði við eigingirni og hroka Satans? Biblían segir: Fl 2:6-8 „Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi.“

Satan heyir stríð með hinum yfirnáttúrulegu öflum sínum. Biblían segir: Ef 6:11 Klæðist alvæpni Guðs, til þess að þér getið staðist vélabrögð djöfulsins.

Satan vogaði sér að freista Krists sjálfs. Biblían segir: Mt 4:1 „Þá leiddi andinn Jesú út í óbyggðina, að hans yrði freistað af djöflinum.“

Satan er sigraður óvinur. Biblían segir: Jk 4:7 „Gefið yður því Guði á vald, standið gegn djöflinum, og þá mun hann flýja yður. Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður.“