Home / Biblíuefni / Sjálfsmorð

Sjálfsmorð

Hversu dökk sem framtíðin kann að virðast, mundu að Guð mun aldrei yfirgefa þig. Biblían segir: 2Kor 4:8-9 „Á allar hliðar erum vér aðþrengdir, en þó ekki ofþrengdir, vér erum efablandnir, en örvæntum þó ekki, ofsóttir, en þó ekki yfirgefnir, felldir til jarðar, en tortímumst þó ekki.“

Þú ert Guði mikils virði. Biblían segir: Lk 12:6-7 „Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga? Og þó er ekki einn þeirra gleymdur Guði. Hárin á höfði yðar eru jafnvel öll talin. Verið óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar.“

Guð elskar þig og minnist þín stöðugt. Biblían segir: Sl 139:17-18 „En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar. Ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkornin, ég mundi vakna og vera enn með hugann hjá þér.“

Þér hefur verið heitið dásamlegri framtíð. Biblían segir: Jer 29:11 „Því að ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður segir Drottinn fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.“

Jesús vill hjálpa þér þegar byrðin er of þung að bera. Biblían segir: Sl 55:23 „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum.“ Mt 11:28-30 „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“

Þú ert ekki einn/ein um að kjósa að vilja deyja. Allmörgum mönnum Biblíunnar leið einnig þannig. Biblían segir: 4M 11:14-15 „Móses sagði: Ég rís ekki einn undir öllu þessu fólki, því að það er mér of þungt. Og ef þú ætlar að fara svona með mig, þá deyð mig heldur hreinlega, ef ég hefi fundið náð í augum þínum, svo að ég þurfi eigi að horfa upp á ógæfu mína.“ Atburður í sögu Elía er skráður á þessa leið: 1Kon 19:3-4 „Þá varð hann hræddur, tók sig upp og hélt af stað til þess að forða lífi sínu. Hann kom til Beerseba, sem er í Júda. Þar lét hann eftir svein sinn. En sjálfur fór hann eina dagleið á eyðimörku og kom þar sem gýfilrunnur var og settist undir hann. Þá óskaði hann sér að hann mætti deyja og mælti: „Mál er nú, Drottinn, að þú takir líf mitt, því að mér er eigi vandara um en feðrum mínum.“

Ef þú ert yfirbugaður/yfirbuguð af ótta þá mun Guð hjálpa þér. Biblían segir: Jes 41:10 „Óttast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð. Ég styrki þig, ég hjálpa þér, ég styð þig með hægri hendi réttlætis míns. Jós 1:9 Hefi ég ekki boðið þér: Ver þú hughraustur og öruggur? Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur.“

Þótt allir aðrir bregðist mun Guð aldrei yfirgefa þig. Biblían segir: Sl 9:10 „Og Drottinn er vígi orðinn hinum kúguðu, vígi á neyðartímum.“ Sl 46:2-4 „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, þótt jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. Látum vötnin gnýja og freyða, látum fjöllin gnötra fyrir æðigangi hafsins.“

Guð býður þér hugarró og hjartafrið. Biblían segir: Jh 14:27 „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“ Jes 26:3 „Þú veitir ævarandi frið, því að þeir treysta á þig.“ Jóh 16:33 „Þetta hef ég talað við yður, svo að þér eigið frið í mér. Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraustir. Ég hef sigrað heiminn.“

Beinið huganum stöðugt að því sem jákvætt er – með Guðs hjálp. Biblían segir: Fl 4:8 „Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.“

Ef þér finnst þú vera algjörlega einn/ein núna, mundu þá að á þessu andartaki ertu mikils virði í augum Guðs. Þú átt vini sem eru tilbúnir til að hlusta á þig og vilja hjálpa þér. Hringdu í bibleinfo.com, við höfum áhuga að tala við þig og biðja með þér. Á Íslandi máttu hringja í síma: 567 8060 allan sólahringinn.