Home / Biblíuefni / Slúður

Slúður

Hvaða áhrif getur slúður haft? Það eyðileggur sambönd fólks. Biblían segir: 2M 23:1 „Þú skalt ekki fara með lygikvittu. Þú skalt ekki leggja lið þeim, er með rangt mál fer, til að gjörast ljúgvottur.“

Slúður er eins hættulegt og langvarandi líkamlegur áverki. Biblían segir: Ok 25:18 „Hamar og sverð og hvöss ör svo er maður, sem ber falsvitni gegn náunga sínum.“

Slúður er tímasóun. Biblíian segir: 2Þ 3:11-12 „Vér heyrum, að nokkrir meðal yðar lifi óreglulega, vinni ekkert, heldur gefi sig alla að því, sem þeim kemur eigi við. Slíkum mönnum bjóðum vér og áminnum þá vegna Drottins Jesú Krists, að vinna kyrrlátlega og eta eigið brauð.“

Slúður eyðileggur vináttu. Biblían segir: Ok 16:28 „Vélráður maður kveikir illdeilur, og rógberinn veldur vinaskilnaði.“

Slúður er grundvallað á orðrómi. Biblían segir: Ok 11:13 „Sá er gengur um sem rógberi, lýstur upp leyndarmálum, en sá sem er staðfastur í lund, leynir sökinni.“