Home / Biblíuefni / Sorg

Sorg

Guð hefur lofað að binda endi á dauða, sorg, grát og sársauka. Biblían segir: Opb 21:4 „Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“

Á himni verður eilíf gleði. Biblían segir: Jes 35:10 „Hinir endurkeyptu Drottins skulu aftur hverfa. Þeir koma með fögnuði til Síonar, og eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim. Fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hryggð og andvarpan flýja.“

Sorg endist ekki til eilífðar. Biblían segir: Sl 30:6 „Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að morgni.“

Guð mun lækna hina sorgbitnu. Biblían segir: Sl 47:3 „Hann læknar þá, er hafa sundurkramið hjarta, og bindur um benjar þeirra.“

Jesús hefur lofað okkur huggara. Biblían segir: Jh 14:16 „Ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan hjálpara, að hann sé hjá yður að eilífu,“

Tökum á móti loforðinu um frið. Biblían segir: Jh 14:27 „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“

Vonin um upprisu frá dauða huggar syrgjendur. Biblían segir: 1Þ 4:13-17 „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá, sem sofnaðir eru, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru. Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu. Því að sjálfur Drottinn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lifum, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma.“

Hinir dánu munu lifna aftur. Biblían segir: Jh 5:28-29 „Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dómsins.“