Home / Biblíuefni / Spádómur

Spádómur

Spádómur á ekki uppruna sinn hjá mönnum heldur koma þeir frá Guði. Biblían segir: 2Pt 1:21 „Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda.“

Spádómar segja okkur nákvæmlega hvað muni gerast í framtíðinni. Biblían segir: Jes 42:9 „Sjá, hinir fyrri hlutir eru fram komnir, en nú boða ég nýja hluti og læt yður heyra þá áður en fyrir þeim vottar.“

Guð hefur sagt spámönnunum frá áformum sínum. Biblían segir: Am 3:7 „Nei, Drottinn Guð gjörir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum, spámönnunum, ráðsályktun sína.“