Home / Biblíuefni / Svefn

Svefn

Vissan um að Guð vakir yfir okkur getur fært okkur hvíld og frið jafnvel á hættustundum. Biblían segir: Sl 3:6 „Ég leggst til hvíldar og sofna, ég vakna aftur, því að Drottinn hjálpar mér.“

Þegar við erum andvaka getum við hugsað um það að Guð vakir á verðinum. Biblían segir: Sl 63:7 „...þá er ég minnist þín í hvílu minni, hugsa um þig á næturvökunum.“

Við getum verið þess fullviss að Guð sefur aldrei heldur vakir yfir okkur. Biblían segir: Sálm 121:2-4 „Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður Ísraels.“