Home / Biblíuefni / Upprisa

Upprisa

Ritningin staðfestir að Jesús reis upp frá dauðum. Biblían segir: Mt 28:5-6 „En engillinn mælti við konurnar: Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upprisinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá.“

Upprisa Jesú var nákvæmlega eins og spámennirnir höfðu sagt fyrir um að hún myndi verða. Biblían segir: 1Kor 15:3-4 „Því það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hef meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum“

Upprisa Krists er þungamiðja kristinnar trúar. Biblían segir: 1Kor 15:14-17 „En ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar. Vér reynumst þá vera ljúgvottar um Guð, þar eð vér höfum vitnað um Guð, að hann hafi uppvakið Krist,... En ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðar,“

Hvað kennir Biblían um upprisu frá dauða? Upprisan er okkur vís vegna upprisu Krists. Biblían segir: 1Kor 15:12-14 „En ef nú er prédikað, að Kristur sé upprisinn frá dauðum, hvernig geta þá nokkrir yðar sagt, að dauðir rísi ekki upp? Ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upprisinn. En ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar.“

Í upprisunni verða líkamar okkar öðruvísi en þeir eru núna. Þeir verða eilífir. Biblían segir: 1Kor 15:51-53 „Sjá, ég segi yður leyndardóm: Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreytast í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu hinir dauðu upp rísa óforgengilegir, og vér munum umbreytast. Þetta forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum og þetta dauðlega að íklæðast ódauðleikanum.“

Vegna upprisumáttar Krists getur hann endurvakið sambönd og lífgað þá sem eru andlega dauðir. Biblían segir: Fl 3:10-11 „Ég vil þekkja Krist og kraft upprisu hans og samfélag písla hans með því að mótast eftir honum í dauða hans.“ Ef 2:1,4,5 „Þér voruð eitt sinn dauðir vegna afbrota yðar og synda, En Guð er auðugur að miskunn. Af mikilli elsku sinni, sem hann gaf oss, hefur hann endurlífgað oss með Kristi, þegar vér vorum dauðir vegna misgjörða vorra. Af náð eruð þér hólpnir orðnir.“