Home / Biblíuefni / Íhugun/Hugleiðsla

Íhugun/Hugleiðsla

Hvað er kristileg íhugun? Hún er hugleiðing um Guðs orð sem leiðir til hlýðni. Biblían segir: Js 1:8 „Eigi skal lögmálsbók þessi víkja úr munni þínum, heldur skalt þú hugleiða hana um daga og nætur, til þess að þú gætir þess að gjöra allt það, sem í henni er skrifað, því að þá munt þú gæfu hljóta á vegum þínum og breyta viturlega.“

Kristileg íhugun er að einbeita sér stöðuglega að því að leitast við að fylgja lögum Guðs. Bibían segir: Sl 1:2 „...heldur hefir yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt.“

Jesús gaf okkur fordæmi um kristilega íhugun og bæn. Biblían segir: Lk 5:16 „En hann dró sig einatt í hlé til óbyggðra staða og var þar á bæn.“

Íhugun veitir okkur innsæi. Biblían segir: 2Tm 2:7 „Tak eftir því, sem ég segi. Drottinn mun gefa þér skilning á öllu.“