Hvað veitir ánægju? Ánægja er gjöf Guðs sem hlýst með því að líta á lífið með hans augum. Biblían segir: Fl 4:12-13 Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort. Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir.
Lítillæti og traust á Guði veitir ánægju. Biblían segir: Sl 131:1 Drottinn, hjarta mitt er eigi dramblátt né augu mín hrokafull. Ég fæst eigi við mikil málefni, né þau sem mér eru ofvaxin.
Öryggi kemur samfara trúrækni við Krist og eilíf gildi. (Helgun við Krist og að meðtaka eilíf gildi leiðir til ánægju.) Biblían segir: Mt 6:24-24 Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón.
Ágirnd útilokar ánægju. Biblían segir: 2M 20:17 Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.
Efnishyggja stendur í vegi fyrir ánægju og lífsfyllingu. Biblían segir: 1Tm 6:9 En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.