Djöflar eru fallnir englar sem þjóna Satan. Biblían segir: Opb 12:9 Og drekanum mikla var varpað niður, hinum gamla höggormi, sem heitir djöfull og Satan, honum sem afvegaleiðir alla heimsbyggðina, honum var varpað niður á jörðina, og englum hans var varpað niður með honum.
Illir andar eru máttugir en Guð takmarkar athafnasvið þeirra. Biblían segir: Mk 1:27 Sló felmtri á alla, og hver spurði annan: Hvað er þetta? Ný kenning með valdi! Hann skipar jafnvel óhreinum öndum og þeir hlýða honum.
Jesús hefur vald yfir illum öndum. Biblían segir: Lúk 4:35-36 Jesús hastaði þá á hann og mælti: Þegi þú, og far út af honum. En illi andinn slengdi honum fram fyrir þá og fór út af honum, en varð honum ekki að meini. Felmtri sló á alla, og sögðu þeir hver við annan: Hvaða orð er þetta? Með valdi og krafti skipar hann óhreinum öndum, og þeir fara.
Á hvern hátt eru illir andar nálægir í dag? Óvinurinn er ósýnilegur en baráttan er raunveruleg og persónuleg. Biblían segir: Ef 6:12 Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
Ef við gefumst Guði á vald og stöndum gegn Satan, mun hann flýja. Biblían segir: Jk 4:7 Gefið yður því Guði á vald, standið gegn djöflinum, og þá mun hann flýja yður.