Home / Biblíuefni / Hórdómur

Hórdómur

Boðorð Guðs banna hjúskaparbrot. Biblían segir: 2M 20:14 „Þú skalt ekki drýgja hór.“

Það getur verið löglegt að fara frá maka og búa með öðrum en í augum Guðs er það hórdómur. Biblían segir: Lk 16:18 „Hver sem skilur við konu sína og gengur að eiga aðra, drýgir hór, og hver sem gengur að eiga konu, sem skilin er við mann, drýgir hór.“

Girnd er ein tegund saurlifnaðar. Biblían segir: Mt 5:27-28 „Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór. En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“

Hvernig kom Jesús fram við konuna, sem var gripin í hórdómi? Biblían segir: Jh 8:10-11 „Hann rétti sig upp og sagði við hana: Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig? En hún sagði: Enginn, herra. Jesús mælti: Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar. “

Það er vilji Guðs að við forðumst kynferðislegan saurlifnað. Biblían segir: 1Þ 4:3 „Það er vilji Guðs, að þér verðið heilagir. Hann vill, að þér haldið yður frá frillulífi,“