Home / Biblíuefni / Heimska

Heimska

Að afneita tilvist Guðs er heimskulegt. Biblían segir: Sl 14:1 „Heimskinginn segir í hjarta sínu: Guð er ekki til. Ill og andstyggileg er breytni þeirra, enginn gjörir það sem gott er.“

Í augum vantrúaðra eru vegir Guðs heimska. Biblían segir: 1Kor 2:14 „Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er, því að honum er það heimska og hann getur ekki skilið það, af því að það dæmist andlega.“

Heimskingi býr ekki yfir sjálfsstjórn. Biblían segir: Ok 29:1 „Heimskinginn úthellir allri reiði sinni, en vitur maður sefar hana að lokum.“

Heimskingjar tala of mikið. Biblían segir: Ok 10:8 „Sá sem er vitur í hjarta, þýðist boðorðin, en sá sem er afglapi í munninum, steypir sér í glötun.“ Ok 17:28 „Afglapinn getur jafnvel álitist vitur, ef hann þegir, hygginn, ef hann lokar vörunum“