Home / Biblíuefni / Helvíti

Helvíti

Laun syndarinnar er dauði, ekki eilíf hegning. Biblían segir: Rm 6:23 „Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“

Hinir óguðlegu munu farast. Biblían segir: Sl 37:20 „En óguðlegir farast, og óvinir Drottins eru sem skraut vallarins: þeir hverfa sem reykur hverfa þeir.“

Hinir óguðlegu munu brenna upp og ekkert verður eftir af þeim. Biblían segir: Ml 4:1 „Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn, og allir hrokafullir og allir þeir er guðleysi fremja, munu þá vera sem hálmleggir, og dagurinn sem kemur mun kveikja í þeim segir Drottinn allsherjar svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur.“

Þegar Kristur talaði um eilífa refsingu átti hann ekki við refsingu sem stendur yfir til eilífðar. Biblían segir: Mt 25:46 „Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.“

Sódóma og Gómorra voru brenndar í eilífum eldi en þær brenna ekki enn í dag. Biblían segir: Jd 1:7 „Eins og Sódóma og Gómorra og borgirnar umhverfis þær, sem drýgt höfðu saurlifnað á líkan hátt og þeir og stunduðu óleyfilegar lystisemdir, þær liggja fyrir sem dæmi, líðandi hegningu eilífs elds.“

Eldurinn mun verða óslökkvandi svo lengi sem eitthvað er til að brenna – þá mun hann slokkna. Biblían segir: Mt 3:12 „Hann er með varpskófluna í hendi sér og mun gjörhreinsa láfa sinn og safna hveiti sínu í hlöðu, en hismið mun hann brenna í óslökkvanda eldi.“ Jer 17:27 „En ef þér hlýðið mér eigi, að halda helgan hvíldardaginn og bera enga byrði og ganga eigi inn um hlið Jerúsalem á hvíldardegi, þá mun ég leggja eld í hlið hennar, sem eyða mun höllum Jerúsalem og eigi slökktur verða.“

Öll jörðin verður hreinsuð með eldi. Biblían segir í 2Pét 3:10 „En dagur Drottins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna.“

Hverjum er eytt í eldsdíkinu? Biblían segir: Opb 20:15 „Og ef einhver fannst ekki skráður í lífsins bók, var honum kastað í eldsdíkið.“

Helvíti er atburður en ekki staður. Biblían segir: Opb 20:9 „Og þeir stigu upp á víðan völl jarðar og umkringdu herbúðir heilagra og borgina elskuðu. En eldur féll af himni ofan og eyddi þeim.“