Home / Biblíuefni / Hlýðni

Hlýðni

Það er okkur fyrir bestu að hlýða Guði. Biblían segir: 5M 30:15-16 „Sjá, ég hefi í dag lagt fyrir þig líf og heill, dauða og óheill. Ef þú hlýðir skipunum Drottins Guðs þíns, þeim er ég legg fyrir þig í dag, að elska Drottin Guð þinn, ganga á hans vegum og varðveita skipanir hans, lög og ákvæði, þá munt þú lifa og margfaldast, og Drottinn Guð þinn mun blessa þig í landi því, er þú heldur nú inn í til þess að taka það til eignar.“ 5M 10:12-13 „Og nú, Ísrael, hvers krefst Drottinn Guð þinn af þér nema þess, að þú óttist Drottin Guð þinn og gangir því ávallt á hans vegum, og að þú elskir hann og að þú þjónir Drottni Guði þínum af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni með því að halda skipanir hans og lög, er ég legg fyrir þig í dag, og þér er fyrir bestu.“

Hvert er sambandið milli lögmálsins, náðarinnar og hlýðni? Biblían segir: Rm 5:20 „En hér við bættist svo lögmálið, til þess að misgjörðin yrði meiri. En þar sem syndin jókst, þar flóði náðin yfir enn meir.“

Hlýðni getur varið okkur gegn sjúkdómum, Bilían sregir: 2M 15:26 „Og hann sagði: Ef þú hlýðir gaumgæfilega raust Drottins Guðs þíns og gjörir það, sem rétt er fyrir honum, gefur gaum boðorðum hans og heldur allar skipanir hans, þá vil ég engan þann sjúkdóm á þig leggja, sem ég lagði á Egypta, því ég er Drottinn, græðari þinn.“

Hlýðni er lykillinn að árangursríku lífi. Biblían segir: Js 1:8 „Eigi skal lögmálsbók þessi víkja úr munni þínum, heldur skalt þú hugleiða hana um daga og nætur, til þess að þú gætir þess að gjöra allt það, sem í henni er skrifað, því að þá munt þú gæfu hljóta á vegum þínum og breyta viturlega.“

Við verðum metin samkvæmt hlýðni okkar við boðorð Guðs. Biblían segir: Matt 5:19 „Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki.“

Hlýðni er afleiðing þess að elska Guð. Biblían segir: Jh 14:15, 23. „Ef þér elskið mig, munuð þér halda oðorð mín. Jesús svaraði: Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum.“

Heilagur andi veitist þeim sem hlýða lögum Guðs. Biblían segir: P 5:32 „Vér erum vottar alls þessa, og Heilagur andi, sem Guð hefur gefið þeim, er honum hlýða.“

Jesús hlýddi föður sínum og gaf okkur þannig fordæmi um að hlýða honum. Biblían segir: Heb 5:8-9 Og þótt hann sonur væri, lærði hann hlýðni af því, sem hann leið. Þegar hann var orðinn fullkominn, gjörðist hann öllum þeim, er honum hlýða, höfundur eilífs hjálpræðis.“

Guð ráðleggur okkur að hlýða lögum landsins. „Biblían segir: Róm 13:1-2 „Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn.“

Stundum verðum við að óhlýðnast lögum landsins til að hlýða lögum Guðs. Biblían segir: P 5:29 „En Pétur og hinir postularnir svöruðu: Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“

Börn eiga að hlýða foreldrum sínum og virða þá. Biblían segir: Ef 6:1-3 „Þér börn, hlýðið foreldrum yðar vegna Drottins, því að það er rétt. Heiðra föður þinn og móður, að er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti: til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni.“