Home / Biblíuefni / Hreinleiki

Hreinleiki

Hver er leyndardómur hreinleika? Biblían segir: Sl 119:9 „Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.“

Hinum hjartahreinu er lofuð hamingja. Biblían segir: Mt.5:8 „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“

Hvað ber okkur að hafa í huga? Biblían segir: Fl 4:8 „Að endingu, bræður, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dyggð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.“

Hverjir fá að standa frammi fyrir Guði? Biblían segir: Sl 24:3-4 „Hver fær að stíga upp á fjall Drottins, hver fær að dveljast á hans helga stað? Sá er hefir óflekkaðar hendur og hreint hjarta, eigi sækist eftir hégóma og eigi vinnur rangan eið.“

Hreinleiki felur í sér umhyggju fyrir hinum þurfandi. Biblían segir: Jk 1:27 „Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.“

Við heyrum og sjáum það sem við leitum að. Biblían segir: Tt 1:15 „Allir hlutir eru hreinum hreinir, en flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint, heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og samviska.“

Veljum vini sem elska Guð og eru hjartahreinir. Biblían segir: 2Tim 2:22 „Flý þú æskunnar girndir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við þá, sem ákalla Drottin af hreinu hjarta.“

Hreinleiki er forsenda undirbúnings fyrir endurkomu Krists. Biblían segir: 1Jh 3:2-3 „Þér elskaðir, nú þegar erum vér Guðs börn, og það er enn þá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann eins og hann er. Hver sem hefur þessa von til hans hreinsar sjálfan sig, eins og Kristur er hreinn.“