Home / Biblíuefni / Kærleikur

Kærleikur

Ekkert getur gert okkur viðskila við kærleika Guðs. Biblían segir: Rm 8:38-39 „Því að ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.“

Kærleikur Guðs fórnar. Biblían segir: Jh 3:16 „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“

Kærleikur Guðs er óendanlegur. Biblían segir: Sl 136:1-2 „Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Þakkið Guði guðanna, því að miskunn hans varir að eilífu,“

Hvernig er kærleikanum lýst? Biblían segir: 1Kor 13:4-7 „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“

Okkur er boðið að elska hvert annað. Biblían segir: 1Jh 2:7-8 „Þér elskaðir, það er ekki nýtt boðorð, sem ég rita yður, heldur gamalt boðorð, sem þér hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið, sem þér heyrðuð. Engu að síður er það nýtt boðorð, er ég rita yður, sem er augljóst í honum og í yður, því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína.“

Kærleikurinn er ekki einungis fyrir vini. Biblían segir: Mt 5:43 „Þér hafið heyrt, að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður “

Lögmál Guðs er kjarni kærleikans. Biblían segir: Mt 22:37-40 „Hann svaraði honum: Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.

Við sýnum kærleika til Guðs með því að halda boðorðin. Biblían segir: 1Jh 5:3 „Því að í þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum hans boðorð. Og boðorð hans eru ekki þung,“

Látið ekki kærleikann til Guðs dvína. Biblían segir: Opb 2:4-5 „En það hef ég á móti þér, að þú hefur afrækt þinn fyrri kærleika. Minnst þú því, úr hvaða hæð þú hefur hrapað, og gjör iðrun og breyttu eins og fyrrum.“