Home / Biblíuefni / Kirkjan/Söfnuðurinn

Kirkjan/Söfnuðurinn

Hvað er kirkjan? Ekki byggingin heldur fólkið sem kemur þar saman. Biblían segir: P 17:24 „Guð, sem skóp heiminn og allt, sem í honum er, hann, sem er herra himins og jarðar, býr ekki í musterum, sem með höndum eru gjörð.“

Söfnuðurinn er fólk sem trúir. Biblían segir: Ef 2:21 „Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo, að hún verður heilagt musteri í Drottni.“ 1Kor 3:16 „Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður?“

Hvaða hlutverki gegnir kirkjan? Hún boðar fagnaðarerindið.Biblían segir: 2Tm 4:2 „Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma. Vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu.“

Guð hefur gefið kirkjunni ábyrgð. Biblían segir Ef 4:12 „Þeir eiga að fullkomna hina heilögu og láta þeim þjónustu í té, líkama Krists til uppbyggingar,“

Sérhver meðlimur gegnir mikilvægu hlutverki. Biblían segir: 1Kor 12:13 „Í einum anda vorum vér allir skírðir til að vera einn líkami, hvort sem vér erum Gyðingar eða Grikkir, þrælar eða frjálsir, og allir fengum vér einn anda að drekka.“

Safnaðarmeðlimir uppörva hver annan. Biblían segir: Heb 10:25 „Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.“