Home / Biblíuefni / Mannkyn

Mannkyn

Jesús sigraði synd og dauða með því að gerast maður. Biblían segir: Heb 2:14-15 „Þar sem nú börnin eru af holdi og blóði, þá hefur hann og sjálfur fengið hlutdeild í mannlegu eðli á sama hátt, til þess að hann með dauða sínum gæti að engu gjört þann, sem hefur mátt dauðans, það er að segja djöfulinn, og frelsað alla þá, sem af ótta við dauðann voru undir þrælkun seldir alla sína ævi.“

Með því að gerast maður opinberaði Jesús okkur Guð skýrar en nokkru sinni fyrr. Biblían segir: Fl 2:5-7 „Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur.“

Guð birtir fagnaðarerindið fyrir tilstilli veikburða mannlegra vera. Biblían segir: 2Kor 4:7 „En þennan fjársjóð höfum vér í leirkerum, til þess að ofurmagn kraftarins sé Guðs, en ekki frá oss.“