Home / Biblíuefni / Nýtt líf

Nýtt líf

Þegar við tökum við Jesú sem frelsara okkar byrjum við nýtt líf. Biblían segir: Ef 4:21-24 „Því að ég veit, að þér hafið heyrt um hann og hafið verið um hann fræddir eins og sannleikurinn er í Jesú: Þér eigið að hætta hinni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni, sem er spilltur af tælandi girndum, en endurnýjast í anda og hugsun og íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans.“ 2Kor 5:17 „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.“

Við eignumst nýtt líf vegna upprisu Krists. Biblían segir: Rm 6:5 „Því að ef vér erum orðnir samgrónir honum í líkingu dauða hans, munum vér einnig vera það í líkingu upprisu hans.“

Nýtt líf færir frelsi frá þrældómi syndarinnar. Biblían segir: Kól 2:13-14 „Þér voruð dauðir sökum afbrota yðar og umskurnarleysis. En Guð lífgaði yður ásamt honum, þegar hann fyrirgaf oss öll afbrotin. Hann afmáði skuldabréfið, sem þjakaði oss með ákvæðum sínum. Hann tók það burt með því að negla það á krossinn.“