Home / Biblíuefni / Reiði

Reiði

Reiður maður er heimskingi. Biblían segir: Pd 7:9 „Ver þú eigi fljótur til að láta þér gremjast, því að gremja hvílir í brjósti heimskra manna.“ Ok 19:11 „Hyggni mannsins gjörir hann seinan til reiði, og það er honum til frægðar að ganga fram hjá mótgjörðum.“ Ok 16:32 „Sá sem seinn er til reiði, er betri en kappi, og sá sem stjórnar geði sínu, er meiri en sá sem vinnur borgir.“

Látið reiðina renna fljótt af. Biblían segir: „Ef 4:26-27 Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar. Gefið djöflinum ekkert færi.“

Ekki gjalda illt í sömu mynt. Biblían segir: 1Pt 3:9 „Gjaldið ekki illt fyrir illt eða illmæli fyrir illmæli, heldur þvert á móti blessið, því að þér eruð til þess kallaðir að erfa blessunina.“

Reiði veldur deilum. Biblían segir: Ok 30:33 „Því að þrýstingur á mjólk framleiðir smjör, og þrýstingur á nasir framleiðir blóð, og þrýstingur á reiði framleiðir deilu.“