Home / Biblíuefni / Sanngirni

Sanngirni

Lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Biblían segir: Pd 9:11 „Enn sá ég undir sólinni, að hinir fljótu ráða ekki yfir hlaupinu, né kapparnir yfir stríðinu, né heldur spekingarnir yfir brauðinu, né hinir hyggnu yfir auðnum, né vitsmunamennirnir yfir vinsældinni, því að tími og tilviljun mætir þeim öllum.“

Guð væntir sanngirni í viðskiptum. Biblían segir: Ok 16:11 „Rétt vog og reisla koma frá Drottni, lóðin á vogarskálunum eru hans verk.“

Réttsýni er hluti af lyndiseinkunn Guðs. Biblían segir: Js 11:5 „Réttlæti mun vera beltið um lendar hans og trúfesti beltið um mjaðmir hans.“

Sanngirni er skilyrði þess að verða þegn í ríki Guðs. Biblían segir: Jes 33:15-16 „Sá sem fram gengur réttvíslega og talar af hreinskilni, sá sem hafnar þeim ávinningi, sem fenginn er með ofríki, sá sem hristir mútugjafir af höndum sér, sá sem byrgir fyrir eyru sín til þess að heyra eigi morð ráðin, sá sem afturlykur augum sínum til þess að horfa eigi á það, sem illt er,hann skal búa uppi á hæðunum. Hamraborgirnar skulu vera vígi hans, brauðið skal verða fært honum og vatnið handa honum skal eigi þverra.“