Home / Biblíuefni / Tónlist

Tónlist

Tónlist er ein leið tilbeiðslu. Biblían segir: 2M 15:1 „Þá söng Móse og Ísraelsmenn Drottni þennan lofsöng: Ég vil lofsyngja Drottni, því að hann hefir sig dýrlegan gjört,“

Tónlist er góð leið til að lofa Guð. Biblían segir: Sl 33:1-3 „Gleðjist, þér réttlátir, yfir Drottni! Hreinlyndum hæfir lofsöngur. Lofið Drottin með gígjum, leikið fyrir honum á tístrengjaða hörpu. Syngið honum nýjan söng, knýið strengina ákaft með fagnaðarópi.“ Sálm 81.2 „Fagnið fyrir Guði, styrkleika vorum, látið gleðióp gjalla Guði Jakobs. Hefjið lofsöng og berjið bumbur, knýið hinar hugljúfu gígjur og hörpur.“

Tónlist getur hjálpað við að læra loforð Guðs utanbókar Biblían segir: Kól 3:16 „Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki. Fræðið og áminnið hver annan með sálmum, lofsöngum og andlegum ljóðum og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar.“