Home / Biblíuefni / Virðing

Virðing

Guð er verður mikillar virðingar. Biblían segir: 2M 3:5 „Gakk ekki hingað! Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð.“

Okkur ber að virða yfirvöld. Biblían segir: 1S 24:5-6 „En eftir á sló samviskan Davíð, að hann hafði sniðið lafið af skikkju Sáls. Og hann sagði við menn sína: Drottinn láti það vera fjarri mér, að ég gjöri slíkt við herra minn, Drottins smurða, að ég leggi hönd á hann, því að Drottins smurði er hann.“

Við ættum að sýna öllum virðingu. Bibían segir: 1Pt 2:17 „Virðið alla menn, elskið bræðrafélagið, óttist Guð, heiðrið keisarann.“

Við eigum að sýna öldruðum virðingu. Biblían segir: 3M 19:32 „Þú skalt standa upp fyrir hinum gráhærða og heiðra gamalmennið, og þú skalt óttast Guð þinn. Ég er Drottinn.“