Home / Biblíuefni / Viska

Viska

Upphaf visku er að biðja Guð um leiðsögn. Biblían segir: 1Kon 3:9 „Gef því þjóni þínum gaumgæfið hjarta til að stjórna þjóð þinni og til að greina gott frá illu. Því að hver gæti annars stjórnað þessari fjölmennu þjóð þinni?“

Guð býður hagnýta þekkingu til að heimfæra í lífinu. Biblían segir: Sl 119:97-98 „Hve mjög elska ég lögmál þitt, allan liðlangan daginn íhuga ég það. Boð þín hafa gjört mig vitrari en óvinir mínir eru, því að þau heyra mér til um eilífð.“

Treystu Guði - hann mun gefa þér sanna visku. Biblían segir: Ok 1:7 „Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og aga fyrirlíta afglapar einir.“

Viska er að sjá lífið frá sjónarhorni Guðs og vita síðan hvað best er að gera. Biblían segir: Pd 8:1 „Hver er sem spekingurinn og hver skilur þýðingu hlutanna? Speki mannsins hýrgar andlit hans, og harkan í svipnum breytist.“

Því líkari Kristi því vitrari verðum við. Biblían segir: Lk 2:40 „En sveinninn óx og styrktist, fylltur visku, og náð Guðs var yfir honum.“

Við getum beðið um guðlega visku við ákvarðanatöku. Biblían segir: Jk 1:5 „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.“

Sönn viska kemur ekki frá heimspeki eða hugmyndum manna. Biblían segir: Kól 2:8 „Gætið þess, að enginn verði til að hertaka yður með heimspeki og hégómavillu, sem byggist á mannasetningum, er runnið frá heimsvættunum, en ekki frá Kristi.“