Við verðum að dæma með réttlæti Guðs í huga. Biblían segir: Jes 11:3-5 Unun hans mun vera að óttast Drottin. Hann mun ekki dæma eftir því, sem augu hans sjá, og ekki skera úr málum eftir því, sem eyru hans heyra. Með réttvísi mun hann dæma hina fátæku og skera með réttlæti úr málum hinna nauðstöddu í landinu. Hann mun ljósta ofbeldismanninn með sprota munns síns og deyða hinn óguðlega með anda vara sinna. Réttlæti mun vera beltið um lendar hans og trúfesti beltið um mjaðmir hans.
Dómur okkar á öðrum dæmir okkur sjálf. Biblían segir: Mt 7:1-2 Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir. Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmdir, og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.
Dómur á rétt á sér ef um synd er að ræða. Biblían segir: 1Kor 5:12-13 Hvað skyldi ég vera að dæma þá, sem fyrir utan eru? Dæmið þér ekki þá, sem fyrir innan eru? Og mun ekki Guð dæma þá, sem fyrir utan eru? Útrýmið hinum vonda úr yðar hópi.