Home / Biblíuefni / Loforð Biblíunnar

Loforð Biblíunnar

Guð stendur alltaf við loforð sín. Biblían segir: 2Kor 1:19-20 „Sonur Guðs, Jesús Kristur, sem vér höfum prédikað á meðal yðar,... var ekki bæði já og nei, heldur er allt í honum já. Því að svo mörg sem fyrirheit Guðs eru, þá er játun þeirra í honum. Þess vegna segjum vér og fyrir hann amen Guði til dýrðar.“

Guð svíkur aldrei eða breytir loforðum sínum. Biblían segir Sl 89:34 „...en miskunn mína mun ég ekki frá honum taka og eigi bregða trúfesti minni.“

Loforð Guðs bregðast aldrei. Biblían segir: Js 23:14 „Sjá, ég geng nú veg allrar veraldar, en þér skuluð vita af öllu hjarta yðar og af allri sálu yðar, að ekkert hefir brugðist af öllum þeim fyrirheitum, er Drottinn Guð yðar hefir gefið yður. Öll hafa þau rætst, ekkert af þeim hefir brugðist.“

Okkur hefur verið lofað eilífu lífi. Biblían segir: 1Jh 2:25 „Og þetta er fyrirheitið, sem hann gaf oss: Hið eilífa líf.“

Guð getur framkvæmt hið ómögulega. Biblían segir: Lk 18:27 „Hann mælti: Það sem mönnum er um megn, það megnar Guð.“

Okkur hefur verið lofað nýju hjarta og háleitari óskum. Biblían segir: Esk 36:26 „Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi.“

Hann hefur lofað okkur fyrirgefningu. Biblían segir: 1Jh 1:9 „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.“

Hann hefur gefið okkur loforð um ávexti Andans. Biblían segir: Gl 5:22-23 „En ávöxtur Andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi.“

Hann hefur lofað okkur lausn frá ótta. Biblían segir: Sl 34:5 „Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því er ég hræddist.“

Guð hefur lofað að frelsa börnin okkar. Biblían segir:, Jes 49:25. „Ég skal verja sök þína gegn sökunautum þínum, og sonu þína mun ég frelsa.“

Okkur er lofaður Heilagur andi. Biblían segir: Lk 11:13 „Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda, sem biðja hann.“

Allar þarfir okkar verða uppfylltar. Biblían segir: Fl 4:19 „En Guð minn mun af auðlegð dýrðar sinnar í Kristi Jesú uppfylla sérhverja þörf yðar.“

Engum gæðum mun verða synjað. Biblían segir: Sl 84:12 „Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn. Hann synjar þeim engra gæða, er ganga í grandvarleik.“

Hann hefur lofað okkur visku. Biblían segir: Jk 1:5 „Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast.“

Guð hefur lofað okkur friði. Biblían segir: Jes 26:3 „Þú veitir ævarandi frið, því að þeir treysta á þig.“

Guð lofar okkur hjálp til að standast freistingar. Biblían segir: 1Kor 10:13 „Þér hafið ekki reynt nema mannlega freistingu. Guð er trúr og lætur ekki freista yðar um megn fram, heldur mun hann, þegar hann reynir yður, einnig sjá um, að þér fáið staðist.“

Við eigum loforð um heilsu og lækningu. Biblían segir: Jer 30:17 „Ég mun láta koma hyldgan á sár þín og lækna þig af áverkum þínum segir Drottinn af því að þeir kalla þig hina brottreknu, Síon, sem enginn spyr eftir.“

Guð hefur lofað okkur vernd frá hættum og ógæfu. Biblían segir: Sl 91:10 „Engin ógæfa hendir þig, og engin plága nálgast tjald þitt.“

Biblían lofar að hinir dánu munu lifa aftur. Biblían segir: Jh 5:28-29 „Undrist þetta ekki. Sú stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dómsins.“

Jesús hefur lofað því að koma aftur. Biblían segir: Jóh 14:2-3 „Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“

Hann hefur lofað að endir verði bundinn á dauða, sorg og þjáningar. Biblían segir: Opb 21:4 „Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né kvein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“