Home / Biblíuefni / Mataræði

Mataræði

Hvert var hið upprunalega mataræði sem mælt var með fyrir manninn? Ávextir, kornmeti, hnetur og baunir. Biblían segir: 1M 1:29 „Og Guð sagði: Sjá, ég gef ykkur alls konar sáðberandi jurtir á allri jörðinni og alls konar tré, sem bera ávöxtu með sæði í. Það sé ykkur til fæðu.“

Hvað sagði Guð um fæðuna strax eftir flóðið þegar lítill eða enginn gróður var eftir á jörðinni? Biblían segir: 1M 9:3-4 „Allt sem hrærist og lifir, skal vera yður til fæðu, ég gef yður það allt, eins og grænu jurtirnar. Aðeins hold, sem sálin, það er blóðið, er í, skuluð þér ekki eta.“

Fólk átti að að vera gætið með fæðuval sitt og gera greinarmun á því sem var hollt og óhollt. Biblían segir: 3M 11:47 „...svo að menn viti grein óhreinna og hreinna dýra, svo og ætra dýra og óætra. grein óhreinna og hreinna dýra, svo og ætra dýra og óætra. (S3M 11 kafla til frekari athugunar)

Greinarmunur á hreinni og óhreinni fæðu var ekki einungis fyrir Ísralesþjóðina. Þetta var í gildi áður en Abraham, fyrsti Gyðingurinn, var uppi. Biblían segir: 1M 7:1-2 „Drottinn sagði við Nóa: Gakk þú og allt fólk þitt í örkina, því að þig hefi ég séð réttlátan fyrir augliti mínu í þessari kynslóð. Tak þú til þín af öllum hreinum dýrum sjö og sjö, karldýr og kvendýr, en af þeim dýrum, sem ekki eru hrein, tvö og tvö, karldýr og kvendýr.“

Þessi greinarmunur á hreinni og óhreinni fæðu mun vera í gildi til endalokanna. Biblían segir: Jes 66:15. 17 „Því sjá, Drottinn kemur í eldi, og vagnar hans eru sem vindbylur, til þess að gjalda reiði sína í heift og hótun sína í eldslogum...Þeir sem helga sig og hreinsa sig til þess að fara inn í fórnarlundana, bak við einhvern, sem fyrir miðju er, sem eta svínakjöt, viðurstyggileg skriðdýr og mýs þeir skulu allir undir lok líða segir Drottinn.“

Hvaða fordæmi gaf Daníel um mikilvægi rétts mataræðis? Biblían segir: Dn 1:8 „En Daníel einsetti sér að saurga sig ekki á matnum frá konungsborði né á víni því, er konungur drakk, og beiddist þess af hirðstjóra, að hann þyrfti ekki að saurga sig. Hvað borðaði hann? Dn 1:12 „Gjör tilraun við oss þjóna þína í tíu daga og lát gefa oss kálmeti að eta og vatn að drekka.“

Hvers vegna ættum við að gæta hófs í mataræði? 1Kor 10:31 „Hvort sem þér því etið eða drekkið eða hvað sem þér gjörið, þá gjörið það allt Guði til dýrðar.“