Home / Biblíuefni / Skírn

Skírn

Hvað fylgir því að trúa fagnaðarerindinu? Biblían segir: Mk 16:15, 16 „Hann sagði við þá: Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni. Sá sem trúir og skírist, mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki, mun fyrirdæmdur verða.“

Hvað sagði Pétur þeim að gera sem tóku trú á hvítasunnudaginn? Biblían segir: P2:38 „Pétur sagði við þá: Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar,“

Hvað táknar skírnin? Biblían segir: P 22:16 „Hvað dvelur þig nú? Rís upp, ákalla nafn hans og lát skírast og laugast af syndum þínum.“

Hversu margar tegundir skírnar kennir Biblían? Biblían seg: Ef 4:5 „Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn,“

Hvernig er þessari skírn lýst? Biblían segir: Rm 6:2-7 „Vér sem dóum syndinni, hvernig ættum vér framar að lifa í henni? Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins.“

Hvað gerðist þegar Jesús var skírður? Biblían segir: Mt 3:16-17 „En þegar Jesús hafði verið skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir, og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. Og rödd kom af himnum: Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á.“

Í nafni hvers eru hinir trúuðu skírðir? Biblían segir: Mt 28:19 „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður.“

Hvar og hvennær skírði Filippus hirðmanninn? „Biblían segir: P 8:36-39 „Þegar þeir fóru áfram veginn, komu þeir að vatni nokkru. Þá mælti hirðmaðurinn: Hér er vatn, hvað hamlar mér að skírast? Hann lét stöðva vagninn, og stigu báðir niður í vatnið, Filippus og hirðmaðurinn, og Filippus skírði hann. En er þeir stigu upp úr vatninu, hreif andi Drottins Filippus burt. Hirðmaðurinn sá hann ekki framar og fór fagnandi leiðar sinnar.“

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla fyrir skírn? Biblían segir: Post 8:12 „Nú trúðu menn Filippusi, þegar hann flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki og nafn Jesú Krists, og létu skírast, bæði karlar og konur.“