Home / Biblíuefni / Uppgjöf

Uppgjöf

Hvað ættum við að gera þegar okkur finnst við vera að gefast upp? Verum heiðarleg gagnvart Guði með tilfinningar okkar. Biblían segir: Sl 13:2 „Hversu lengi, Drottinn, ætlar þú að gleyma mér með öllu? Hversu lengi ætlar þú að hylja auglit þitt fyrir mér?“

Guð lofar okkur styrk þegar við þörfnumst hans. Biblían segir: Kól 1:11-12 „Mætti hann styrkja yður á allan hátt með dýrðarmætti sínum, svo að þér fyllist þolgæði í hvívetna og umburðarlyndi og getið með gleði þakkað föðurnum, sem hefur gjört yður hæfa til að fá hlutdeild í arfleifð heilagra í ljósinu.“

Ef við gefumst upp missum við oft af því besta sem Guð lofar. Biblían segir: 2Kor 4:16-17 „Fyrir því látum vér ekki hugfallast. Jafnvel þótt vor ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður. Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt.“

Þótt hjörtu okkar dæmi okkur, gefumst samt ekki upp.Biblían segir: 1Jh 3:19-20 „ Af þessu munum vér þekkja, að vér erum sannleikans megin og munum geta friðað hjörtu vor frammi fyrir honum, hvað sem hjarta vort kann að dæma oss fyrir. Því að Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti“